Bók..leikrit eða bíómynd..?

Ég er að velta fyrir mér að skrifa bók. Eða leikrit. Eða bíómynd.

afhverju? mig langar til þess?

afhverju ekki? því ég veit ekki hvort hún eigi eftir að virka, hvort hún eigi ekki eftir að særa fólk í kringum mig. Ætti ég að skrifa undir dulnefni? en þá eiga mjög fáir eftir að kaupa bókina því eru það ekki aðallega fólk sem þekkir mann sem kaupa bókina og auglýsa hana fyrir mann..?

Ég er byrjuð, ég veit um hvað þetta á að vera, er hún of  lík því sem ég hef gengið í gegnum? (samt alls ekki eins, heldur koma atriði í henni sem fólk í kringum mig mundi fatta) Ég ætla seinna þegar er orðin fullorðin að skrifa sjálfævisögu.

Bókin fjallar um unglingsstelpur sem reynir að meika þennan heim, það er alltaf e-ð sem stendur í vegi fyrir henni, hlutirnir verða alltaf verr og verr. Að lokum stendur hún upp og gerir gott úr lífinu en þá deyr hún í slysi, dramatísku slysi.

það er erfitt að segja frá bókinni án þess að segja hvað gerist, en hún glímir við stærri vandamál en eins og hvort hún eigi að vera í bláum eða rauðum bol í dag.

Myndir þú kaupa bókina mína..?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég mundi skrifa bók ef mig langaði til, skora á þig að prófa allavega.  Kveðja You Go Girl

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki nema sjálfsagt hjá þér að skrifa bók. Þú ættir samt að hugsa þig tvisvar um eða þrisvar áður en þú lætur söguhetjuna falla frá í slysi eða af einhverri annarri ástæðu. Mér finnst það nefnilega alltaf hálf óviðkunnanlegt þegar aðalpersónan lifir ekki bókina, eða söguna, af.

Jóhannes Ragnarsson, 17.5.2008 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband