7.4.2008 | 14:48
veit maður of mikið eða of lítið..
flestir hafa eitthvað ákveðið svið sem þeir vita mikið um. Ég hef verið að hlusta á fólk sem veit of mikið í næringarfræði eða kannski orðið bara hálfgeðveikt á að pæla of mikið í því sem það lætur ofan í sig.
Það er sagt að hvítu-efnin séu að skemma okkur, þ.e.a.s hveiti, sykur og salt. Ef við værum ekki endalaust að troða þessum efnum ættum við að sleppa við það að verða veik. Þessi efni brjót niður ofnæmiskerfið í líkamanum og er orsök fyrir veikindum og göllum í okkur. Líkaminn okkar á að vera það fullkomin að við ættum ekki að verða veik.
Svo er mjólkin krabbameinsvaldandi og er alls ekki góð fyrir okkur. Við þurfum jú kalk en við getum fengið það eins og önnur efni sem eru talið nauðsynleg fyrir okkur úr öðrum mat. Það eru ekki margar aðrar dýrategundir sem drekka mjólk alla ævi, hvað þá frá öðru dýri.
Ég var að velta þessu fyrir mér og fór að pæla í því hversu algengt það er að fólk sé með sykursýki og mjólkuróþol. Ætli að það sé afleiðing, þróun eða orsök, hvernig sem maður orðar það. En það sé útaf því að við eigum ekki að vera að borða þetta.?

Athugasemdir
Eru öll þessi óþol, afleiðing eins og þú segir??? ég er alin upp við allan venjulegan heimilismat og mikinn fisk, ekkert óþol hér á ferð.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 21:45
það hefur engin sagt það við mig. Ég var bara að pæla í þessu. Tengdi þetta saman.
Ónefnd, 8.4.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.